Nú getur þú greitt með snjallsímanum við dæluna á öllum Orkustöðvum, hringinn í kringum landið.
Einfalt og snjallt, þannig viljum við á Orkunni hafa hlutina.
Í hverri viku drögum við út glæsilega vinninga svo sem 50.000 kr bensínkort, aðgang að Sky Lagoon, gistingu hjá Icelandair Hotels og lesbretti og áskrift að Storytel.
Skráðu þínar vikur og þú ert kominn í pottinn í allt sumar.
1.júlí drógum við út:
Hugrún Vignisdóttir
Herborg Hauksdóttir
Stefán Stefánsson
Jón Kristjánsson
Búið er að hafa samband við vinningshafa.
Í hverri viku drögum við út glæsilega vinninga svo sem 50.000 kr bensínkort, aðgang að Sky Lagoon, gistingu hjá Icelandair Hotels og lesbretti og áskrift að Storytel.
Skráðu þínar vikur og þú ert kominn í pottinn í allt sumar.
24.júní drógum við út:
Unnur Jónsdóttir
Kolbrún Hansen
Jóhann Pálmar Harðason
Þórdís Sævarsdóttir
Búið er að hafa samband við vinningshafa.
Orkumóts-peyjar í Eyjum gróðursettu í dag 40 grenitré í Vigdísarlund við Helgafellsvöll og við íþróttasvæði ÍBV. Grenitrén eru gjöf frá Orkunni sem stutt hefur fótboltamótið í Eyjum í þrjátíu ár. 37 félög senda lið á mótið og er því gróðursett eitt tré fyrir hvert félag.
Markmiðið er að gróðursetningin verði árlegur viðburður á mótinu. “Við viljum nýta orkuna okkar í umhverfismálin og fengum svo strákana með okkur í lið við að gróðursetja trén sem bætast við þennan falleg lund ” segir Karen Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs.
Svæðið og trén voru valin í samstarfi við Vestmannaeyjabæ og er vonast til að þau muni skapa gott skjól við fótboltasvæðið og tjaldstæðið. Ákveðið var að velja stærri tré en hvert tré er um einn metri á hæð - þannig ná þau að festa rætur og dafna betur en yngri og viðkvæmari plöntur.
“Orkumótið mun skilja eftir sig græn skref sem munu dafna um árabil. Við fögnum hverju nýju tré sem gerir Eyjuna okkar grænni” segir Dagný Hauksdóttir skipulags- og umhverfisfulltrúi Vestmannaeyjabæjar og þakkar fyrir hjálp strákanna við gróðursetninguna.
1200 piltar etja nú kappi á Orkumótinu sem lýkur á morgun. Gríðarleg stemmning myndast árlega á mótinu en mótsstjórn segir að aldrei hafi jafn margir foreldrar fylgt liðunum til Eyja.
Í júní og júlí er hægt losa sig við garðaúrgang á fjórum Orkustöðvum á höfuðborgarsvæðinu.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Terra en með þessu vill Orkan einfalda fólki lífið við að flokka og henda úr garðinum. “Við viljum bjóða uppá þennan möguleika í nærumhverfinu og vonandi mun þetta mælast vel fyrir” segir Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs.
Karen segir verkefnið samrýmast umhverfisstefnu félagsins vel “Við höfum verið að bjóða viðskiptavinum okkar að kolefnisjafna aksturinn sinn í samstarfi við Votlendissjóð og sífellt fleiri velja þann kost. Næsta skref er að auðvelda flokkun, spara sporin fyrir viðskiptavini okkar og höldum við þannig áfram að axla samfélagslega ábyrgð og að vinna markvisst að því að taka þátt í að minnka kolefnissporin.”
Freyr Eyjólfsson samskiptastjóri Terra segir þetta mjög mikilvægt og þarft verkefni. “Þessi garðaúrgangur verður síðan jarðgerður og fólk mun geta sótt moltu í garðana sína til Orkunnar á næsta ári. Fullkomin hringrás!“
Gámarnir eru staðsettir á Suðurströnd, Seltjarnarnesi, við Kleppsveg og í Hraunbæ í Reykjavík og á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði og eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Í gámana má einungis fara garðaúrgangur svo sem lauf, gras, greinar, illgresi, blóma afskurður og mold. Engir plastpokar mega fara í gámana.