Í gær hlaut Fjölorkan í fyrsta sinn viðurkenninguna Jafnvægisvogin 2022 sem er hreyfiaflsverkefni FKA – Félag kvenna í atvinnulífinu.
Elíza Reid, forsetafrú, afhenti Auði, forstjóra Fjölorkunnar, viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í gær.
Tilgangur með Jafnvægisvoginni er að auka á jafnvægi í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja í íslensku viðskiptalífi með það að markmiðið að árið 2027
verði hlutfall á milli kynja a.m.k. 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Við leggjum mikið upp úr því að okkar starfsfólk fái tækifæri til að vaxa í starfi og njóti jafnra launa og kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt.
Starfsumhverfið er mikilvægt og leggjum við áherslu á að þeir sem tilheyra Orkuliðinu líði vel í starfi.
Takk fyrir viðurkenninguna. Við erum stolt af því að nýta orkuna í góðu málin.
Jafnrétti er ákvörðun!
Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, tileinkað baráttunni gegn
krabbameinum hjá konum.
Orkan er stoltur styrktaraðili Bleiku slaufunnar til 16 ára og styður málefnið allan ársins hring með Orkulyklinum.
Viðskiptavinir með Orkulykil geta skráð sig í hóp Bleiku slaufunnar hér en þá gefur
Orkan 1 krónu fyrir hvern seldan lítra til málefnisins allan ársins hring en í október renna 2 krónur fyrir hvern seldan lítra.
Bleika slaufan er fáanleg í Orkunni Vesturlandsvegi, Dalvegi og Fitjum og kostar 2.900kr.
#Bleikaslaufan #sýnumlit
Orkan hvetur viðskiptavini til að fylgjast með eldsneytismælinum sínum 14.október og nýta Orkuna í góðu málin!
...í Reykjavík er á Bústaðavegi.
...í Kópavogi er á Dalvegi.
...á Akureyri er á Mýrarvegi.
...í Hafnarfirði á Reykjavíkurvegi.
Með því að greiða með Orkulyklinum getur þú sótt kvittanir og haldið utan um kaupin þín á Orkan.is - mínum síðum.
Á Bústaðavegi, Dalvegi, Mýrarvegi og Reykjavíkurvegi gilda ekki afsláttarkjör á eldsneyti, en þar er okkar allra lægsta verð, alltaf.
Orkan er alltaf að leita leiða til að stytta viðskiptavinum sporin og aðstoða við flokkun. Í sumar voru garðúrgangsgámar staðsettir við Orkuna Suðurströnd, Kleppsveg, Hraunbæ og Reykjavíkurveg í samstarfi við Terra. Þar bauðst viðskiptavinum að koma og losa allan garðúrgang beint í gáma. Terra sá um að tæma gámana og vinna úr úrganginum.
Garðúrgangurinn sem safnaðist er tættur, sigtaður, látin brotna niður og síðan notaður sem jarðvegsbætir.
Takk fyrir að nýta orkuna til að flokka!
Veldu þínar 4 ferðavikur og tankaðu með 26 kr. afslætti með Orkulyklinum í sumar. Þegar þú hefur skráð þínar ferðavikur getur þú nælt þér í Ferðapakka Orkunnar sem er sneisafullur af afþreyingu og snarli handa þér og þínum á ferðalaginu.
Ferðapakki Orkunnar er nú kominn á þjónustustöðvar um allt land. Með því að skrá ferðavikurnar þínar og sýna dælulykilinn á næstu þjónustustöð getur þú fengið ferðapakkann beint í bílinn fyrir ferðalagið. Markmið Orkunnar er að einfalda viðskiptavinum lífið á ferðalaginu í sumar og gera bílferðina skemmtilega. Í ferðapakkanum má finna skemmtilega afþreyingu eins og ferðalúdó þar sem peðin eru með segul svo þau hlaupi ekki sjálf af stað á ferðinni, það má kasta teningnum í lófann svo hann endi ekki skottinu. Einnig eru sex dýra- og límmiðaspjöld þar sem hægt er að skreyta dýrin með ýmsum skemmtilegum límmiðum. Það er alltaf gott að hafa smá nasl í bílnum og býður ferðapakkinn upp á drykki og hollt nasl fyrir stóra sem smáa. Ferðapakkinn kemur í sundpoka sem hægt er að endurnýta.
Ferðakort Orkunnar er einnig í ferðapakkanum en það er mjög mikilvægt að það rati í réttar hendur. Þar er að finna mjög mikilvægar upplýsingar fyrir skemmtanastjórann í bílnum og hvernig er hægt að halda jákvæðri orku á ferðalaginu. Praktískar upplýsingar sem er hægt að finna á kortinu eru Orkustöðvar um allt land, rafhleðslustöðvar og ferðakaffibollinn sýnir hvar er að finna þjónustustöðvar um allt land sem bjóða frítt kaffi með Orkulyklinum. Löður stöðvar eru merktar inn svo ekki gleymist að þvo bílinn eftir ferðalagið og ekki gleyma að kíkja á aerslabelgir.is til að losa orku á ferðalaginu. Ferðakortið er ævintýra heimur og er ekkert skemmtilegra en að gera það að sýnu eigin með því að teikna inn ferðalagið og áhugaverða staði sem eru eftirminnilegir. Þegar ferðalaginu lýkur er hægt að búa til skutlu úr ferðakortinu og sjá hver flýgur lengst.
Ferðapakkinn fæst í takmörkuðu magni en ferðakortið verður fáanlegt á öllum Orkustöðvum í sumar.