21.06.2021

Verslun lokar tímabundið á Dalvegi

Við höfum lokað verslun okkar á Dalvegi tímabundið vegna breytinga. Dælurnar eru áfram opnar 24/7. 

Minnum á verslun okkar í Hagasmára í einungis 3 mínútna akstursfjarlægð á meðan.

21.06.2021

Vinningshafar í Sumarleik Orkunnar 18.júní

Í hverri viku drögum við út glæsilega vinninga svo sem 50.000 kr bensínkort, aðgang að Sky Lagoon, gistingu hjá Icelandair Hotels og lesbretti og áskrift að Storytel.

Skráðu þínar vikur og þú ert kominn í pottinn í allt sumar.

18.júní drógum við út:
Halldór Jóhannsson
Ingunn Bernótusdóttir
Edda Þórðardóttir
Rúnar Árnason

Haft hefur verið samband við vinningshafa. 

 

15.06.2021

Skeljungur kaupir Gló og Berglind Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri

Berglind Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Gló veitinga ehf. Berglind hefur undanfarið ár starfað við rekstrar- og markaðsmál hjá Metro og þar áður hjá Dagný og Co. samhliða námi.  Hún er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Gló veitingar hafa leikið lykilhlutverki í að auðvelda fólki að næra sig og hafa jákvæð áhrif á heilsu fólks. „Ég sé mörg tækifæri fyrir þetta flotta vörumerki og hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni“, segir Berglind.

Skeljungur keypti nýlega allt hlutafé í Gló veitingum ehf. og tók við rekstri félagsins. Gló vörur, svo sem skálar, vefjur, safar og grautar eru nú til sölu á þremur þjónustustöðvum Orkunnar; við Vesturlandsveg, í Suðurfelli og Hagasmára. Berglind segir þetta fyrsta skrefið í þróun Gló vörumerkisins og það sé frábært að geta boðið upp á næringarríkan og hollan mat fyrir fólk á ferðinni. Vörurnar verða á 50% afslætti allan júní.

Karen Rúnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Skeljungs: „Orkan hyggst leggja aukna áherslu á hollari valkosti á stöðvum sínum og bjóða viðskiptavinum sínum upp á lausnir sem einfalda líf þeirra. Staðsetningar Orkunnar eru góðar við helstu stofnæðar og mun auðvelt aðgengi að þeim stytta þann tíma sem fólk þarf að eyða í að grípa sér eitthvað hollt og gott á ferðinni.“

 

15.06.2021

Vinningshafar í Sumarleik Orkunnar 20.maí-10.júní

Í hverri viku drögum við út glæsilega vinninga svo sem 50.000 kr bensínkort, aðgang að Sky Lagoon, gistingu hjá Icelandair Hotels og lesbretti og áskrift að Storytel.

Við höfum samband við vinningshafa á fimmtudögum í allt sumar (nema 17.júní) og birtum nöfn þeirra hér.

Vinningshafar 20.maí:
Giada Pezzini
Ólafur Unnarsson
Lísa Berndsen
Hólmfríður Inga Helgadóttir

Vinningshafar 27.maí:
Gunnlaugur J Hafsteinsson
Dan Brynjarsson
Hjörtur Herbertsson
Sigríður Snorradóttir

Vinningshafar 3.júní:
Bjarni Guðmundsson
Sunna Ottósdóttir
Claudia Werdecker
Halldóra Guðmundsdóttir

Vinningshafar 10.júní:
Kristín Albertsdóttir
Halldór Friðgeir Arndísarson
Árný Ingveldur Brynjarsdóttir
Lárus Gunnlaugsson

16.02.2021

Þakklætisviðurkenning beina leið til viðskiptavina Orkunnar!

Þakklætisviðurkenning beina leið til þín!

Þann 2. febrúar á alþjóðlegum degi votlendis afhenti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson Vonina, þakklætisviðurkenningu Votlendissjóðs fyrir árið 2020. Viðurkenningin er veitt fyrir framlag til sjóðsins, en lykilhafar Orkunnar hafa safnað um 26 milljónum króna fyrir sjóðinn með því að kolefnisjafna eldsneytiskaup sín.

Orkan kolefnisjafnar að sjálfsögðu einnig allan sinn rekstur í gegnum sjóðinn.
Í tilefni alþjóðlega votlendisdagsins kolefnisjafnaði Orkan alla lítra sem keyptir voru með lyklum og kortum Orkunnar. Samtals söfnuðum við þennan dag 999.355 kr. sem verða afhentar sjóðnum sem mun nýta fjármagnið til endurheimtar votlendis.

Þakklætisviðurkenningin á svo sannarlega heima hjá ykkur kæru viðskiptavinir fyrir að raungera þennan mikla árangur.

TAKK!