24.11.2017

Orkan styrkir Bleiku slaufuna um rúma milljón

Í gær afhenti Orkan Krabbameinsfélaginu afrakstur söfnunar Orkunnar til styrktar Bleiku slaufunnar. Í ár söfnuðust samtals 1.024.832 kr. Við erum svo ofboðslega stolt af ellefu ára farsælu samstarfi við þetta verðuga málefni.

Það er gaman að segja frá því að með afhendingunni í gær brutum við 10.000.000 kr. múr í samstarfinu, en samtals höfum við safnað 10.251.349 kr fyrir baráttuna gegn krabbameini. Þær Sigríður Sólan og Halla Þorvaldsdóttir frá Krabbameinsfélaginu komu til... okkar og tóku á móti viðurkenningarskjali og blómvendi frá okkur.

Við viljum þakka öllum viðskiptavinum Orkunnar sem tóku þátt í að styrkja þetta verðuga málefni.

#bleikaslaufan #nyttuorkunatilgods #lykilatridi

26.10.2017

-21 kr. í dag hjá Orkunn og Skeljungi, 26. okt.

-21 kr. í dag, 26. okt. hjá Orkunni og Skeljungi þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. afslátturinn tók gildi kl 9:30 og gildir til miðnættis. Gildir vitaskuld ekki á Orkunni X og ekki af metani. Nýttu daginn vel 

16.10.2017

2 kr. til Bleiku slaufunnar í október

Orkan hefur styrkt Bleiku slaufunna undanfarið og er engin undantekning á því þetta árið. Í október renna 2 kr. af hverjum seldum lítra með Orkulykli Bleiku slaufunna til styrktar Krabbameinsfélagsins og Bleiku slaufunnar. Þar að auki verða valdar Orkustöðvar gerðar enn bleikari í október með bleikri lýsingu til að minna á þetta mikilvæga málefni.

Kynntu þér kosti Orkulykils Bleiku slaufunnar hér

25.09.2017

Nýttu Orkuna til góðs!

Við erum svo ofboðslega stolt af nýja samstarfsverkefninu okkar við Á allra vörum, en Skeljungur hefur skrifað undir styrktarsamstarf við söfnunarátakið. Í ár rennur allur styrkurinn til Kvennaathvarfsins og mun styrkurinn fara í það að byggja íbúðir fyrir þá skjólstæðinga Kvennaathvarfsins sem eiga ekki í nein hús að vernda.
Samstarfið er í formi lyklasamstarfs og er eitt af fjölmörgum verkefnum er heyra undir samfélagslega ábyrgð félagsins, þar sem Skeljungur og Orkan ásamt viðskiptavinum láta gott af sér leiða. Hér má sjá auglýsingu Á allra vörum fyrir verkefnið 2017 og hér sækir þú um Á allra vörum Orkulykilinn.

23.09.2017

Ofurdagur Á allra vörum í dag!

Í dag, laugardaginn 23. september er Ofurdagur Á allra vörum. -16 kr. afsláttur af lítranum með kortum/lyklum Orkunnar og Skeljungs auk þess sem 2 kr. af hverjum seldum lítra, óháð greiðslumáta renna til Á allra vörum, sem í ár safna fyrir kvennaathvarfið. Sæktu um Orkulykil Á allra vörum og styrktu átakið allan ársins hring. Látum gott af okkur leiða. #áallravörum