06.07.2015

Sumarleikur Orkunnar

Veldu þér 2 vikur í sumar og vertu á 13 kr. afslætti allan þann tíma um allt land á Orkunni og Shell. Svo eru 23 inneignarkort dregin út í lok sumars, með frá 20.000 - 100.000 kr. inneign. Skráðu þig til leiks á Orkan.is/sumarleikur 

17.07.2015

14 kr. afsláttur af lítranum í dag

Í dag er 14 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag 17. júlí þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Toppum allan auglýstan tímabundinn almennan afslátt af eldsneyti. Pylsa, Coke og Prince Polo á 399 kr.

03.07.2015

14 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag

Í dag er 14 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag 3. júlí þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Toppum allan auglýstan 
tímabundinn almennan afslátt af eldsneyti. Pylsa, Coke og Prince Polo á 399 kr.

02.07.2015

Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Skeljungi.

Gerðar hafa verið breytingar á stjórnendahópi Skeljungs samhliða breytingum á skipuriti félagsins.
Skeljungur hefur ráðið til liðs við sig tvo nýja framkvæmdastjóra yfir sölusviði Skeljungs og markaðssviði sem er nýtt svið. Eftir breytingarnar eru fjögur svið sem heyra undir forstjóra félagsins.

Sigurður Orri Jónsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra sölusviðs. Sigurður er með meistaragráðu í viðskiptahagfræði frá Háskólanum í Álaborg og BS í viðskiptafræði frá sama skóla.
Undanfarin ár hefur Sigurður starfað hjá Eimskip, en frá 2006 hefur hann gengt stöðu framkvæmdastjóra Eimskips í Danmörku.

Við stöðu framkvæmdastjóra markaðssviðs tekur Ingunn Sveinsdóttir, en hún hefur starfað hjá N1 frá árinu 2006 sem framkvæmdastjóri einstaklingssviðs og sölu- og markaðssviðs. Áður starfaði Ingunn sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka. Ingunn er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Háskóla Íslands.

Breytingar eru hluti af uppbyggingu Skeljungs og liður í að efla enn frekari vöxt félagsins.

„Við ráðumst í þessar breytingar nú til að ná betur til okkar viðskiptavina og styrkja enn frekar það kraftmikla starf sem unnið er í Skeljungi og stuðla að enn frekari vexti. Við bjóðum þessa öflugu starfsmenn velkomna í hópinn“ segir Valgeir M. Baldursson forstjóri Skeljungs

29.06.2015

Orkumótið 2015

Orkumótið, nokkurs konar heimsmeistaramót 6. flokks stráka í fótbolta fór fram í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Þetta var í fyrsta skipti sem mótið ber nafn Orkunnar en undanfarin ár hefur mótið heitið Shellmótið.
Mótið gekk í alla staði vel. Erfiðasti andstæðingurinn var þó veðrið sem splæsti tæpum 20 metrum á sekúndu á tímabili.
Orkumótsmeistarar voru Breiðablik-1 í ár og unnu þeir FH-1 í úrslitum.
Önnur úrsit má sjá hér


Orkan vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem komu að mótinu, við skipulagningu, dómgæslu, merkingar, matreiðslu, pökkun og útdeilingu á gjöfum, öryggisgæslu, flutninga, skemmtiatriði, verðlaunaafhendingu og margt fleira.