Orkan hefur, fyrst olíufélaganna, lækkað lítraverð á 95 okt. bensíni niður fyrir 200 kr. Lækkunin nemur 3 kr. og fer því lítrinn úr 202,50 kr. í 199,50 kr. Er þetta í fyrsta sinn sem lítraverð á bensíni fer niður fyrir 200 kr. síðan í janúar á þessu ári. Kemur lækkunin til vegna lækkunar á heimsmarkaðsverði á bensíni og styrkingu krónunnar en hún hefur styrkst gagnvart dollar um tæp 5% síðastliðinn mánuð.
14 kr. afslàttur à Orkunni og Shell með kortum/lyklum Orkunnar og staðgreiðslukorti Skeljungs. Að auki renna 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum í dag à Orkunni og Shell, óhàð greiðslumàta, til Ljóssins.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þeirra. Markmið Ljóssins er að fólk fái sérhæfða endurhæfingu- og stuðning, þar sem fagfólk aðstoðar við að byggja upp líkamlegt og andlegt þrek, auk þess að fá stuðning við að setja sér markmið sem auka daglega virkni og hafa þannig áhrif á lífsgæði almennt.
Skeljungur og Stúdentaráð Háskóla Íslands (SHÍ) hafa skrifað undir samstarfssamning fyrir komandi skólaár. Með samningnum er verið að auðvelda þeim Stúdentum sem reka bíl að versla eldsneyti hjá Orkunni og Shell og fá aðra þjónustu fyrir bílinn á hagstæðu verði.
Með samstarfinu munu nemendafélög Háskóla Íslands einnig njóta góðs af viðskiptum sinna félagsmanna þar sem Skeljungur heitir árangurstengdum greiðslum til SHÍ og tilheyrandi nemendafélaga í gegnum Stúdentalykil Orkunnar.
Á myndinni má sjá Vigdísi Guðjohnsen sölustjóra hjá Skeljungi ásamt fulltrúum Stúdentaráðs Háskóla Íslands fyrir utan aðalbyggingu Háskólans.
Í dag er 15 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag 20. ágúst þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Toppum allan auglýstan tímabundinn almennan afslátt af eldsneyti.
Pylsa, Coke og Prince Polo á 399 kr.
Í dag er 14 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag 20. ágúst þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Toppum allan auglýstan tímabundinn almennan afslátt af eldsneyti.
Pylsa, Coke og Prince Polo á 399 kr.