Höfum hækkað afsláttinn í -15 kr. á Orkunni og Shell þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. +2 kr. af hverjum seldum lítra renna til Bleiku slaufunnar, óháð greiðslumáta.
Orkan og handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir samstarfssamningar til næstu tveggja ára þar sem Orkan verður ein af aðalstyrktaraðilum félagsins. Samningurinn felur í sér víðtækt samstarf Gróttu og Orkunnar meðal annars í formi lyklasamstarfs þar sem leikmenn og stuðningsmenn Gróttu geta fengið sérstakan Gróttu-lykil frá Orkunni þar sem ein kr. af hverjum eldsneytislítra rennur til Gróttu ásamt árangurstengdum greiðslum. Orkan verður framan á búningum Gróttu ásamt því að merki Orkunnar mun einnig prýða miðjuna á heimavelli Gróttu.
Ingvi Örn Ingvason, markaðssérfræðingur Skeljungs og Kristín Þórðardóttir varaformaður handknattleiksdeildar Gróttu skrifuðu undir samninginn í hálfleik þegar Grótta tók á móti ÍBV á dögnum og fór undirskriftin vitaskuld fram á miðjunni góðu.
ORKAN og Krabbameinsfélag Íslands hafa skrifað undir áframhaldandi styrktarsamstarf sem gildir næstu fjögur árin. Þar styrkir ORKAN átakið um Bleiku Slaufuna en Bleika Slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Undanfarin ár hefur ORKAN styrkt Bleiku Slaufuna með margvíslegum hætti m.a. með því að bjóða uppá sérstakan Orkulykil Bleiku Slaufunnar þar sem 1 kr. af hverjum seldum lítra rennur til styrktar átaksins allt árið um kring. Í október hverjum hækkar svo styrkurinn í 2 kr. af hverjum seldum lítra, ásamt því að efnt er til sérstaks ofurdags þar sem viðbættar 2 kr. af öllum seldum eldsneytislítrum, óháð greiðslumáta, renna til styrktar Bleiku Slaufunnar.
YFIR MILLJÓN KR. SÖFNUÐUST ÁRIÐ 2014
Í fyrra safnaði Orkan yfir milljón kr. fyrir Bleiku Slaufuna ásamt því að taka virkan þátt í átakinu í október m.a. með því að setja bleika lýsingu á valdar Orku stöðvar og tileinka einum ofurdegi til málefnisins. „Við erum virkilega stolt að geta lagt okkar af mörkum í átaki Bleiku Slaufunnar og hlökkum til að halda þessu samstarfi áfram á komandi árum“. Segir Katrín M. Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Skeljungs.
Á myndinni má sjá Katrínu M. Guðjónsdóttur, markaðsstjóra Skeljungs og Söndru Sif Morthens, markaðsstjóra Krabbameinsfélagsins, við undirskrift samningsins.
Barna- og Unglingaráð Víkings og Skeljungur hafa stofnað til styrktarsamstarfs sem felur í sér að stuðningsmenn Víkings munu geta sótt um sérstakan Orkulykil Víkings. Lykillinn veitir m.a. afslátt af eldsneyti á Orkunni og Shell ásamt því að veita afslátt hjá yfir tuttugu samstarfsaðilum Skeljungs.
Að auki rennur 1 kr. af hverjum eldsneytislítra sem keyptur er með lyklinum til styrktar Barna- og Unglingaráðs handboltadeildar Víkings, ásamt árangurstengdum greiðslum. Orkulykillinn verður einnig merktur félaginu með glæsilegum límmiða svo það fari örugglega ekki á milli mála að um Víkings lykil sé að ræða.
Til að innsigla samstarfið kíktu fulltrúar Skeljungs á æfingu hjá yngri flokkum Víkings og til að fagna samstarfinu var öllum krökkunum boðið að stilla sér upp og leyfa nýja styrktaraðilanum að finna fyrir skotkraftinum í framtíðar handboltastjörnum Íslands.