Undirritaður hefur verið samningur um áframhaldandi samstarf á milli Skeljungs og WOW air sem kveður á um kaup flugfélagsins á flugvélaeldsneyti af Skeljungi.
Skeljungur og WOW air hafa átt í samstarfi fá því að flugfélagið hóf áætlunarflug frá Keflavíkurflugvelli í maí árið 2012.
‘‘Samningur um áframhald á farsælu samstarfi WOW air og Skeljungs eru okkur mikið ánægjuefni og við fögnum samferðinni við ört vaxandi félag í framtíðina‘‘ , segir Valgeir Baldursson Forstjóri Skeljungs um samstarfið.
Frá því árið 2013 hefur fjölgun farþega WOW air farið úr 400 þúsund farþegum í tæplega 800 þúsund árið 2015 og gerir félagið ráð fyrir að yfir 1,5 milljón farþega muni ferðast með félaginu á næsta ári.
Samningurinn fellur vel að því meginmarkmiði Skeljungs að þjóna orkuþörf einstaklinga bæði hratt og örugglega og um leið í sátt við umhverfið. Skeljungur er með starfsemi á yfir 100 stöðum á landinu og selur eldsneyti og olíur til einstaklinga og fyrirtækja í sjávarútvegi, landbúnaði, landflutningum, flugi og til verktaka.
Undirritaður hefur verið styrktarsamningur á milli Skeljungs og Á allra vörum.
Samningurinn er til fjögurra ára og tekur gildi desember 2015....
Samkvæmt samningnum geta velunnarar Á allra vörum sótt um sérmerktan Orkulykil, lykilinn ber þá merki Á allra vörum. Skeljungur heitir 2.500 kr. á hvern virkan lykil skráðan á félagið, auk þess sem 1 kr. af hverjum seldum lítra rennur til félagsins. Ár hvert verður svo staðið að sérstökum ofurdegi Á allra vörum þar sem 2 kr. af hverjum seldum lítra, óháð greiðslumáta renna til félagsins.
Söfnunin rennur svo í sérstakan jólasjóð Á allra vörum og verður varið í góðgerðastarf í desembermánuð ár hvert. Fyrsta úthlutun sjóðsins verður í desember 2016.
Hægt er að sækja um lykilinn hér:
www.orkan.is/aallravorum
Annar í jólum: engin þjónusta á plani
Í dag, 22. desember, er 15 kr. afsláttur á Orkunni og Shell þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Einn heppinn viðskiptavinur fær eldsneytiskaupin endurgreidd í Jólaleik Orkunnar. Pylsa, Coke og Prince á 399 kr. í völdum verslunum 10-11.
Afslátturinn gildir ekki á Orkan X og bætist ekki við aðra afslætti
Í dag undirrituðu Skeljungur og Flugfélag Íslands samning um áframhaldandi samstarf. Samningurinn kveður á um kaup Flugfélags Íslands á flugvélaeldsneyti af Skeljungi.
Skeljungur og Flugfélag Íslands hafa átt í samstarfi undanfarna áratugi og hafa nú undirritað áframhald þar á.
,,Undirritun samningsins um áframhaldandi samstarf á milli Skeljungs og Flugfélags Íslands er auðvitað mikið fagnaðarefni og staðfestir einkar farsælt samstarf undanfarna áratugi, ‘‘ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs.
Innanlandsflugið er gríðarlega mikilvæg þjónusta við landsmenn sem og erlenda ferðamenn. Skeljungur er stoltur af því að vera hluti af þeirri þjónustu á helstu flugvöllum landsins.
Á mynd: Þorsteinn V. Pétursson, Sölustjóri flugeldsneytis og Árni Gunnarsson, framkvæmdarstjóri Flugfélags Íslands.