08.03.2016

Orkan, Dunkin‘ Donuts, Akureyri og handbolti!

Við kynntum einnig lyklasamtarf Orkunnar og Akureyrar handbolta og buðum sönnum stuðningsmönnum að fá sérmerktan Orkulykil með merki Akureyrar sem veitir afslátt af eldsneyti á Orkunni og Shell og styrkir félagið með hverjum keyptum eldsneytislítra.

Í hálfleik festum við sérhannaðan Orku-dúk í markið með nokkrum stærðum af merki Orkunnar þar sem búið var að skera úr miðjuna í bleika hringnum. Börn og fullorðnir úr áhorfendastúkunni  reyndu svo að hitta í eitt af götunum og þeir sem hittu fengu veglega vinninga.

Þó að leikurinn hafi ekki farið eins og við hefðum viljað var þetta frábær skemmtun og það var mikil stemning í stúkunni. Margir stuðningsmenn vildu einnig styrkja liðið sitt með Orkulykli Akureyrar handbolta og voru spenntir að fá lykil með merki félagsins.

12.02.2016

Orkan styður við átakið Upplifun fyrir alla.

Átakið Upplifun fyrir alla er fjáröflunarverkefni á vegum Háskóla Íslands fyrir Reykjadal.

Reykjadalur eru einu sumarbúðirnar fyrir fötluð börn á Íslandi. Árlega dveljast í Reykjadal um 300 ungmenni á aldrinum 8-35 ára. Nýlega var sumarbúðum á Stokkseyri lokað og hefur það skapað aukið álag á Reykjadal. Langir biðlistar hafa myndast og er biðtíminn í dag tvö ár. Því er nauðsynlegt að tryggja Reykjadal nægjanlegt fjármagn svo hægt sé að hefjast handa við stækkun til að mæta þeim biðlistum sem eru nú þegar.

Við nýtum Orkuna til góðs í þessari fjáröflun og tókum þátt í myndbandi tileinkað verkefninu, þar heitir Orkan 100 krónum á hvert like sem myndbandið fær – eftir 5 klukkustundir í loftinu hefur myndbandið þegar fengið 3.812 like og 625 deilingar.

Skeljungur skrifaði einnig undir áframhaldandi samstarf við Reykjadali í framhaldinu af fjáröfluninni þar sem lyklar og ofurdagar tileinkaðir hóp Reykjadals gefa til félagsins.

Myndbandið er hægt að sjá hér – endilega kíkið og skellið á einu like-i.

08.02.2016

Skeljungur hf. framúrskarandi fyrirtæki árið 2015

Til þess að eiga kost á viðurkenningunni þurfa fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo.

Þau skilyrði sem þarf að uppfylla eru:

  • Að hafa skilað ársreikningi til Ríkisskattstjóra síðastliðin þrjú ár
  • Innan við 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum.
  • Að rekstrarhagnaður (EBIT) hafi verið jákvæður þrjú ár í röð.
  • Ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð
  • Að eiginfjárhlutfall sé 20% eða meira þrjú rekstrarár í röð
  • Að eignir félagsins hafi numið 80 milljónum eða meira þrjú ár í röð
  • Að framkvæmdastjóri er skráður í hlutafélagaskrá

Við erum gífurlega stolt að hafa hlotið þessa viðurkenningu þrjú ár í röð og leggjum mikið upp úr því að Skeljungur sé traust og stöðugt fyrirtæki sem styrkir íslenskt efnahagslíf.


22.01.2016

Fjáröflun Arsenal klúbbsins með Orkulyklum nýtt til góðs

Gunnar Steinn er 15 ára gutti sem er að glíma við heilaæxli í þriðja sinn síðan 2012. Arsenal klúbburinn setti saman ferð fyrir Gunnar og faðir hans út á Arsenal leikinn á sunnudaginn þar sem Arsenal og Chelsea takast á. Gaman Ferðir sjá um flug og hótel fyrir þá feðga á meðan klúbburinn sér um allt uppihald og miða, auk þess gat klúbburinn með peningum sem safnast hafa í gegnum Orkulyklana gefið Gunnari gjaldeyri.

Það er von klúbbsins að þessi ferð létti undir þá baráttu sem hann hefur gengið í gegnum og þegar Arsenalklúbburinn ásamt Gaman Ferðum hittu hann í dag mátti skynja mikla tilhlökkun

16.01.2016

Hækkum afsláttinn í 14 kr. á Orkunni og Shell í dag, 16. janúar

Höfum hækkað asláttinn í 14 kr. á Orkunni og Shell í dag þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Pylsa, Coke og Prince á 399 kr. í völdum verslunum 10-11.

Afslátturinn gildir ekki á Orkan X.