Ökumaður olíuflutningabíls Skeljungs virðist hafa sloppið með skrámur þegar bíllinn hafnaði á hvolfi utan vegar við Höskuldsstaði í Skagafirði í gærkvöld. Í bílnum voru 28.900 lítrar af gasolíu en talið er að óverulegt magn hennar hafi lekið úr bílunum og tengivagni hans við óhappið. Aðgerðir á slysstað gengu vel og það er búið að koma bílnum af vettvangi. Öll hreinsun var kláruð um kl. 02 í nótt.
Samkvæmt viðbragðsáætlun Skeljungs voru kallaðir til bílar með tæki til að hreinsa staðinn. Hugsanleg áhrif óhappsins á umhverfið verða metin í dag og þá verður brugðist við aðstæðum í samvinnu við heilbrigðisfulltrúa.
„Við erum mjög þakklát fyrir að ekki fór verr og mikilvægast er að bílstjórinn sé heill á húfi, það er ómetanlegt. Þegar að svona slys á sér stað er mikilvægt að bregðast hratt og rétt við, bæði til að koma í veg fyrir meira slys og til að tryggja aðstæður á vettvangi. Það sýndi sig svo sannarlega í gær, þar koma enn og aftur sannir innviðir Skeljungs í ljós. Líka finnst mér vert að nefna að viðbragðsflýti lögreglu og slökkvuliðs á staðnum var svo sannarlega til fyrirmyndar, starf þeirra er aðdáunarvert“ segir Valgeir forstjóri í morgunsárið.
Keyrðu inn í sumarfríið á afslætti! Kort og lykilhafar Orkunnar geta núna valið sér tveggja vikna tímabil í sumar og fengið 13 kr. afslátt allan þann tíma á bensínstöðvum Orkunnar og Skeljungs! Skráning fer fram á www.orkan.is/sumarleikur og ef þig vantar Orkulykil er best að hringja í þjónustuver Orkunnar í síma 578-8800 og fá lykil sendan heim, þér að kostnaðarlausu. Vinamlegast athugið að afslátturinn gildir ekki á X-stöðvum Orkunnar.
Á hverjum föstudegi í sumar drögum við út tvo heppna kort/lykilhafa Orkunnar, sem skráðir eru í sumarleikinn, og fá þeir tankinn endurgreiddan.
Í lok júní, júlí og ágúst drögum við svo út einn heppinn sumarleiksþátttakanda sem fær 100.000 kr. eldsneytisinneign frá Orkunni. Það er því um að gera að velja sínar vikur sem fyrst því það nægir að vera búinn að velja sínar tvær vikur til að eiga möguleika á að fá tankinn endurgreiddann eða vinna 100.000 kr. inneign.
Villa í tölvupóstkerfi Skeljungs olli því að að einhverjir viðskiptavinir okkar fengu tölvupósta um að í dag væri 14 kr. og 21 kr. afsláttur hjá Orkunni og Skeljungi. Þessir tölvupóstar áttu vitaskuld að fara út 13. maí og 15. maí, líkt og fram kemur í tölvupóstunum. Það er því ekki ofurdagur í dag. Okkur þykir þetta afskaplega leitt og munum gera allt sem getum til að koma í veg fyrir að svona komi fyrir aftur.
![]() |
Tankaðu
hjá Orkunni í maí með Orkulyklinum eða kortinu og þú gætir unnið ferð
fyrir tvo til Mallorca á Spáni, eða 220.000 kr. inneign hjá Úrval Útsýn í
sólarferð í sumar að eigin vali.
Það eina sem þú þarft að gera
er að nota Orkulykilinn eða kortið þegar þú tankar hjá Orkunni í maí og
þú ferð sjálfkrafa í pottinn*.
Við drögum út aðal-vinninginn miðvikudaginn 1. júní næstkomandi og hringjum í þann heppna fyrir 3. júní.
Í hverri viku verðum við með nýjan skemmtilegan gjafaleik með suðrænu ívafi á Facebook síðu Orkunnar þar sem við drögum út þrjá heppna orkuvini:
Allar nánari upplýsingar um leikinn er að finna á www.orkan.is/maiorka.