Skeljungur hf. hefur samið við Rekstrarfélag Tíu ellefu ehf. um að annast rekstur tólf verslana við bensínstöðvar Shell og Orkunnar í þeim tilgangi að sinna enn betur þörfum viðskiptavina Skeljungs fyrir hvers kyns nauðsynjavörur til heimilisins og matvöru fyrir fólk á ferðinni. Samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Samstarfið mun ná til reksturs ellefu verslana á höfuðborgarsvæðinu og einnar á Akranesi. Skeljungur mun áfram annast eldsneytissölu, veita viðskiptavinum þjónustu á sjálfsafgreiðsluverði á plani verslana og óbreytt vöruframboð verður af olíum og bílavörum. Með samstarfinu verður aukin áhersla lögð á skyndirétti, gott kaffi, úrval af hollusturéttum auk helstu nauðsynjavara fyrir heimlið og sumarbústaðinn. Starfsmenn þessara verslana eru um eitt hundrað talsins og munu þeir starfa þar áfram en nú undir merkjum 10 -11. Fyrir rekur 10-11 verslanir við bensínstöð Orkunnar á Dalvegi og Shell á Miklubraut. „Með þessari ráðstöfun erum við að styrkja enn frekar þjónustustöðvar okkar og teljum að 10-11 sé sterkur samstarfsaðili til þess. Við bindum miklar vonir við þau tækifæri sem samstarfið skapar og það er stór liður í okkar áformum varðandi uppbyggingu og þróun á fyrirtækinu.“ segir Valgeir Baldursson forstjóri Skeljungs. Kort og lyklar Orkunnar og Skeljungs virka áfram til greiðslu í verslununum eftir þessa breytingu. Samningurinn tekur til reksturs verslana við eftirfarandi bensínstöðvar: Fyrir rekur 10-11 verslanir við bensínstöð Orkunnar við Dalveg og bensínstöð Shell við Miklubraut Suður
Í dag opnaði Skeljungur formlega nýja metandælu á Orkustöðinni við Miklubraut. Dælan er undir skyggninu hjá öðrum eldsneytisdælum Orkunnar og er hægt að nota kort og lykla Orkunnar og Skeljungs við kaup á metani á Orkustöðinni.
Metandælan er staðsett við eina fjölförnustu götu landsins og kemur því til með að þjóna þeim fjölmörgu metanbílaeigendum sem fara um Miklubrautina daglega.
Metanið er al-íslenskur orkugjafi sem unninn er úr hauggasi á Álfsnesi í Reykjavík. Við viljum því meina að metan á Miklubraut sé ómetanlegt… fyrir umhverfið og gjaldeyrisforðann
Á Shell-stöðinni Miklubraut, hinum megin við götuna hefur verið settur upp hraðhleðslustaur fyrir rafmagnsbíla sem einnig er umhverfisvænn íslensk orka. Það má því með nokkru sanni segja að hér sé komið örlítið nýtt grænt svæði í Reykjavík.
Sjá nánar á Facebook-síðu Orkunnar.
Allar eldsneytisdælur opnar alla helgina og sólarhringsverslanir opnar alla helgina Afgreiðslutími verslana um Verslunarmannahelgina 2014 er sem hér segir. Verslanir opnar allan sólarhringinn alla Verslunarmannahelgina eru: Orkan Reykjavíkurvegi Shell Bústaðarvegi (við Öskjuhlíð) Shell Hagasmára (við Smáralind) Shell Suðurfelli Shell Vesturlandsvegi Verslanir á höfuðborgarsvæðinu sem eru lokaðar mánudaginn 4. ágúst 2014: Orkan Gylfaflöt Orkan Hraunbæ Orkan og smurstöðin Skógarhlíð Shell Birkimel Shell Litlatúni Garðabæ Shell Kleppsvegi Shell Laugarvegi Sjá símanúmer verslana utan höfuðborgarsvæðisins: http://www.skeljungur.is/kort-lyklar/stadsetning-stodva/
Í dag fimmtudaginn 31. júlí verður 13 kr. afsláttur af eldsneyti á Orkunni og Shell þegar greitt er með kortum og lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Að auki bjóðast venjulegar pylsur (ekki með beikoni eða salati) á 149 kr. á Stöðinni. Góða ferðahelgi
Nú er komið frítt Wi-Fi á 2 Stöðvum: á Shell Vesturlandsvegi og við Smáralind. Kaffi og meððí smakkast betur með smá interneti on the house.