Vegna mistaka hjá RÚV var kl 10 og 11 í morgun birt auglýsing sem átti að hljóma seinasta laugardag um að það væri 17 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag. Það er ekki 17 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag, 30. júní, og biðjumst við velvirðingar ef þetta leiðindamál olli einhverjum misskilningi. Við viljum samt ítreka að um mistök starfsmanns RÚV er að ræða og umrædd auglýsing átti ekki að birtast í dag.
Smurstöð Shell í Skógarhlíð verður lokuð til 7. júlí vegna framkvæmda. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem lokunin kann að valda og bendum viðskiptavinum á að opið er á smurstöð Shell á Laugavegi alla virka daga milli 08:00 - 17:30 og á laugardögum milli 10:00 - 14:00.
Í dag, 28. júní, er 17 kr. afsláttur á Orkunni og Shell þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs. Vinsamlegast athugið að 17 kr. afslátturinn bætist ekki við aðra afslætti.
Kæri handhafi Orku-appsins,
Til að nýta áfram kosti Orku-appsins sem best ráðleggjum við þér að sækja ókeypis nýjustu útgáfuna fyrir Android (Google Play) eða iphone (App Store).
Ástæðan er sú að nýverið uppfærði Skeljungur þjónustuvef Skeljungs og Orkunnar með nokkrum skemmtilegum nýjungum.
Á Minni Síðu í Orku-appinu er hægt að nálgast upplýsingar af þjónustuvefnum en til að nálgast áfram þessar upplýsingar og til að geta keypt eldsneyti með Orku-appinu þarftu nú að sækja nýjustu útgáfuna.
Orkuappið er sem fyrr ókeypis og virkar fyrir Android og iphone.
Ef þig vantar frekari upplýsingar um þjónustuvefinn, Orku-appið eða annað sem tengist Orkunni hvetjum við þig til að senda tölvupóst á orkan@orkan.is eða hringja í þjónustuverið í síma 578-8800.
13 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag, 5. Júní, þegar greitt er með kortum og lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs.