06.10.2014

Bleikar Orkustöðvar

Í tilefni krabbameinsátaks Bleiku slaufunnar verða valdar Orkustöðvar lýstar upp með bleikum ljósum í október. Þær stöðvar sem nú þegar hafa verið lýstar eru Orkan Miklubraut norður, Skemmuvegi, Eiðistorgi og Dalvegi.

02.10.2014

Styrktu Bleiku slaufuna með Orku-lyklinum

Orkan hefur verið styrktaraðili Bleiku slaufunnar um árabil og er engin undantekning á því í ár. Allir nýjir og núverandi viðskiptavinir Orkunnar geta sótt um sérstakan Orkulykil þar sem 1 kr. af hverjum seldum lítra rennur til styrktar Krabbameins átaks Bleiku slaufunnar, allan ársins hring. Í hverjum október hækkar þessi upphæð svo í 2 kr fyrir hvern seldan líter. Þessi styrkur hefur engin áhrif á almenn afsláttarkjör viðskiptavina sem fylgja Orku-lyklinum.
Hægt er að sækja um Orku-lykil Bleiku slaufunnar hér.

25.09.2014

13 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag

13 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag 25. september, þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs.


15.09.2014

Metan-stöð reist á 4 mínútum

Nýlega var opnuð metandæla á Orku-stöðinni við Miklubraut. Slík uppsetning er mikið og flókið verk en þetta myndband sýnir ferilinn á rúmum 4 mínútum.

https://vimeo.com/104040337

12.09.2014

13 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag

13 kr. afsláttur á Orkunni og Shell í dag 12. september, þegar greitt er með kortum/lyklum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs.