21.01.2014

Nýir eigendur hafa tekið við Skeljungi

Eigendur SF IV eru Arion Banki, Draupnir-Sigla, Einarsmelur, Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Íscap, Kaskur, PB 1, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, SÍA II, Sjóvá, Stapi lífeyrissjóður, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, VÍS, sjóðir í rekstri Stefnis auk nokkurra lykilstarfsmanna Skeljungs.

SÍA II, framtakssjóður í rekstri Stefnis, er stærsti einstaki hluthafi félagsins með um 24% hlut. Hluthafar SÍA II samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum. Framtakssjóðir á vegum Stefnis hafa verið leiðandi í framtaksfjárfestingum á Íslandi undanfarin misseri og hafa, ásamt meðfjárfestum, fjárfest fyrir yfir 20 milljarða í óskráðum félögum frá árinu 2011.

Aðrir eigendur í SF IV eru lífeyrissjóðir, með um 30% hlut, fjármálafyrirtæki og sjóðir, með um 25% og einkafjárfestar, með um 21%.

Ný stjórn Skeljungs hefur verið kosin en hana skipa þau Benedikt Ólafsson, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Ingi Guðjónsson, Jón Diðrik Jónsson (stjórnarformaður) og Katrín Helga Hallgrímsdóttir.

Skeljungur var stofnaður árið 1928 og rekur 66 bensínstöðvar undir vörumerkjunum Orkan og Shell. Hjá fyrirtækinu starfa um 300 starfsmenn. Þá selur félagið fyrirtækjum um allt land eldsneyti og tengdan varning. Félagið á um 35 fasteignir sem eru samtals um 23.000 fermetrar.

Samhliða kaupum á Skeljungi gekk SF IV frá kaupum á þeim hlutum í færeyska olíufélaginu P/F Magn, sem ekki voru þegar í eigu Skeljungs. P/F Magn var stofnað af Shell í Danmörku árið 1953. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 starfsmenn. Magn rekur 11 bensínafgreiðslustöðvar í Færeyjum auk þess að sinna fyrirtækjamarkaði og selja gasolíu til húshitunar í Færeyjum.

20.01.2014

Ertu með Orkuappið?

Orku-appið er snjallsímaforrit fyrir i-Phone og Android síma. 
Hægt er að sækja appið, þér að kostnaðarlausu, í App Store og Google play.


Með Orku-appinu hefur þú innan handar:
  • Tilboð sem Orku-lykillinn og Skeljungs-kort veita sem og almenn tilboð
  • Upplýsingar um alla útsölustaði Orkunnar, Shell og Stöðvarinnar 
  • Yfirlit yfir öll þín viðskipti með Orkulyklinum og staðgreiðslukorti Skeljungs
  • Upplýsingar um ódýrasta eldsneytið samkvæmt bensinverd.is
  • ...  og svo getur þú  keypt  eldsneyti með Orku-appinu. (þarf að skrá sig sérstaklega til að kaupa eldsneyti)

Sjá nánar


18.01.2014

12 kr. afsláttur af lítranum í dag

12 kr. afsláttur á Orku- og Shellstöðvum þegar greitt er með lyklum og kortum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs.

Gildir til miðnættis.

14.01.2014

Afsláttarþrep Orkunnar

Í Afsláttarþrepum Orkunnar fá lyklahafar aukinn afslátt á Orkustöðvum með auknum viðskiptum. Keyptir lítrar í mánuðinum á bensínstöðvum Orkunnar og Shell segja til um þann afslátt sem lyklahafi fær á Orkustöðvum mánuðinn eftir. Allt frá grunnafslætti upp í 8 kr. á lítrann. Afsláttur á Þinni stöð bætist við kjörin.

Sjá nánar HÉR

13.01.2014

10 kr. afsláttur af lítranum í dag

10 kr. afsláttur á Orku- og Shellstöðvum þegar greitt er með lyklum og kortum Orkunnar eða staðgreiðslukorti Skeljungs.

Gildir til miðnættis