Verslanir Orkunnar, Shell, Stöðvarinnar og smurstöðvar eru opnar sem hér segir: Hefðbundinn helgar-opnunartími er á Orkunni, Shell og Stöðinni 29. og 30. desember. Smurstöðvar eru þó lokaðar 29. desember. Gamlársdagur: Allar verslanir Orkunnar, Shell og Stöðvarinnar er lokað kl:12:00. Smurstöðvar eru lokaðar allan daginn. Nýársdagur: Allar verslanir og smurstöðvar lokaðar. Á miðnætti, aðfararnótt 2. janúar opnum við á Shell og Stöðina Vesturlandsvegi, Hagasmára, Bústaðarvegi og Suðurfelli og Orkunni Reykjavíkurvegi. Athugið að eldsneytissjálfsalar eru opnir á öllum stöðvum, alla dagana, allan sólarhringinn. Skeljungur óskar viðskiptavinum Orkunnar, Shell og Stöðvarinnar gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu.
28. desember er Ofurdagur hjá Orkunni: 7 kr afsláttur af lítranum þegar greitt er með Orkulykli, Orkukorti, Orkufrelsi, Afsláttarkorti og staðgreiðslukorti Skeljungs.
Nú hafa viðskiptavinir Orkunnar safnað yfir 2,7 milljónum króna fyrir fjölskylduhjálp Íslands. Orkan gefur fjölskylduhjálp Íslands eina krónu fyrir hvern seldan lítra á öllum Orkustöðvum út um allt land frá 1.-21. desember. í dag 21. desember mun svo enn bætast við þá upphæð.
Nú þegar hafa safnast rúmar 2 milljónir fyrir Fjölskylduhjálpina. Til að styrkurinn nýtist sem best fyrir jólin er hann greiddur út á viku fresti.
Meðfylgjandi mynd er tekin þegar styrkur númer 2 var greiddur út (fyrir tímabilið 8.-14. desember). Á myndinni eru Jón Páll Leifsson markaðsstjóri Skeljungs, Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Ísland og Tinna Marína Jónsdóttir frá Skeljungi. Í bakgrunni er hópur sjálfboðaliða sem vinnur við afhendingu og pökkun hjá Fjölskylduhjálp Íslands.