1. Vertu með fyrir votlendið með Orkulyklinum

Skráðu Orkulykilinn eða kortið þitt og legðu þitt á vogarskálarnar við endurheimt votlendis. Þú getur sótt um nýtt kort hér í valmyndinni uppi í hægra horninu.

2. Afslátturinn fer í endurheimt vistkerfisins

Að skráningu lokinni verða 5 kr. af þínum afslætti ráðstafað í endurheimt votlendis.

3. Votlendissjóður nýtir þitt framlag í að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda

Orkan skilar framlagi þínu til Votlendissjóðs sem nýtir fjármunina til endurheimt votlendis. Þannig drögum við úr losun gróðurhúsalofttegunda.

4. Leggjumst öll á eitt og bætum umhverfið

Með því að styrkja málefni Votlendissjóðs hjá Orkunni leggur þú þitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn þeirri miklu vá sem stafar af hlýnun jarðar.

Vertu með fyrir votlendið!

 Orkan í samstarfi við  Votlendissjóð

Orkan leggur sitt á vogarskálarnar til Votlendissjóðs

Frá 2018 hefur Orkan unnið markvisst að því að draga úr kolefnisfótspori rekstursins í samstarfi við Votlendissjóð. Undir reksturinn fellur allur akstur og flugferðir innan starfseminnar, notkun á vatni, hita og rafmagni ásamt meðhöndlun sorps. Með því axlar Orkan samfélagslega ábyrgð og vinnur um leið markvisst að aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Fjölorkustöð Orkunnar

Orkan rekur sannkallaðar fjölorkustöðvar þar sem að á mörgum stöðvum hefur verið bætt við hleðslustöðvum frá ON auk þess að á Vesturlandsvegi og í Fitjum eru einu vetnisstöðvar landsins staðsettar. 

Orkufélag framtíðarinnar

Með endurheimt votlendis og auknu framboði á endurnýtanlegum orkugjöfum stuðlar Orkan að bættri umhverfismenningu og dregur úr kolefnisfótspori í takt við breyttar áherslur á heimsvísu.

 

Færum land til fyrra horfs

Votlendissjóður og landeigendur vinna nú að því að fá alþjóðlega vottun fyrir kolefniseiningar en í nýlegri tækniforskrift um kolefnisjöfnun er lögð aukin áhersla á að einingar séu vottaðar af þriðja aðila. Þar sem landeigendur bíða eftir vottuninni hefur sjóðinn vantað jarðir til þess að endurheimta votlendi á. Stjórn Votlendissjóðs hefur þess vegna ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins þar til vottunin er tilbúin. Þ.e. bíða með framkvæmdir og þar af leiðandi sölu á kolefniseiningum. Votlendissjóður heldur þó áfram að taka við upplýsingum um jarðir frá landeigendum sem eru áhugasamir um endurheimt votlendis, þ.e. minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, eflingu fuglalífs og lífs í vötnum og ám og/eða sölu á alþjóðlega vottuðum kolefniseiningum – til þess að geta byrjað af krafti aftur um leið og vottunin er komin í höfn. Tímaáætlun Eflu, verkfræðistofu, gerir ráð fyrir að vottunarferlinu ljúki á seinni hluta þessa árs.